260 tóku þátt í stafrænum kosningum

Ungmennaráð Samfés.
Ungmennaráð Samfés. Ljósmynd/Aðsend

Samtals 260 ungmenni af öllu landinu komu saman í gær og tóku þátt í lýðræðislegum kosningum í Ungmennaráð Samfés. Þó svo að 30 ára afmæli Landsmóts Samfés hafi verið frestað vegna samkomubanns var ákveðið að láta heimsfaraldur ekki hafa áhrif á söguleg tímamót og var því ákveðið að halda kosninguna og vera með dagskrá stafrænt á samskiptamiðlinum Samfés Discord.

Fram kemur í tilkynningu, að framboð í Ungmennaráð Samfés hafi borist frá félagsmiðstöðvum úr níu kjördæmum og séu kjörnir fulltrúar ráðsins úr níu kjördæmum, 18 fulltrúar til tveggja ára og 9 fulltrúar til eins árs, þannig að fulltrúar Ungmennaráðs Samfés eru samtals 27. Kjörgengir í Ungmennaráðs Samfés eru fulltrúar félagsmiðstöðva á aldrinum 13-16 ára.

„Ungmennaráð  Samfés fundar 12-14 sinnum á ári og er allur ferða- og fundarkostnaður greiddur af Samfés. Ungmennaráðið hefur tvo fulltrúa með fullan atkvæðisrétt á stjórnarfundum Samfés ásamt því að senda tvo fulltrúa á Aðalfund Samfés. Stjórn og starfsfólk Samfés óska öllum nýkjörnum fulltrúum innilega til hamingju með þennan frábæra áfanga,“ segir jafnframt í tilkynningunni. 

Frá landsmóti Samfés sem fór fram í Mosfellsbæ í fyrra.
Frá landsmóti Samfés sem fór fram í Mosfellsbæ í fyrra. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert