Hetjur faraldursins fá 7.000 krónur í skóbúð

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nokkrir starfsmenn Landspítalans hafa lýst yfir óánægju sinni með jólagjöf spítalans til starfsmanna sinna í ár. Starfsfólk spítalans fær 7.000 gjafabréf í skóbúðina Skechers og súkkulaði frá íslenska framleiðandanum Omnom. 

Landspítalinn er stærsti vinnustaður landsins og því ljóst að jólagjafainnkaup geti verið ansi umfangsmikil. Hins vegar þykir mörgun þetta ansi ódýrt, sérstaklega í ljósi kórónuveirufaraldursins og þess virðingaverða og mikilvæga starfs sem starfsfólk Landspítalans hefur sinnt í allt ár.

Dugar rétt svo fyrir ódýrasta skóparinu

Ódýrstu Skechers-skórnir í fullorðinsstærð á vefversluninni Skór.is kostuðu 6.995 kórnur íslenskar. Það er því ljóst að flestir skórnir eru of dýrir til þess að gjafabréfið dekki verð þeirra að fullu. 

Skjáskot/Skór.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert