Barnabætur munu hækka

Barnabætur. Greiddir verða um 14milljarðar í barnabætur á næsta ári.
Barnabætur. Greiddir verða um 14milljarðar í barnabætur á næsta ári. mbl.is/Hari

Neðri skerðingarmörk barnabóta verða hækkuð um 8%, samkvæmt breytingartillögu meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi um skatta og gjöld, svokölluðum bandormi.

Skerðingarmörkin eru í dag 3,9 milljónir króna hjá einstæðum foreldrum en 7,8 milljónir hjá sambúðarfólki. Fari tekjur yfir þau mörk skerðast þær í hlutfalli við tekjur umfram mörkin, mismikið eftir fjölda barna. Verði breytingin samþykkt verða mörkin 4,21 milljón króna hjá einstaklingum og 8,42 milljónir króna hjá sambúðarfólki.

Breyting getur skilað allt að 18.600 króna hækkun á ársgrundvelli hjá sambúðarfólki með tvö börn, en 9.300 hjá einstæðingi með tvö börn svo tekin séu dæmi af handahófi. Aukningin er meiri eftir því sem börnum fjölgar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert