Bílaleigum veittur afsláttur

Auðvelda á bílaleigumhér á landi að endurnýja flotann
Auðvelda á bílaleigumhér á landi að endurnýja flotann mbl.is/Árni Sæberg

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar leggur til að bílaleigum verði veittur afsláttur af vörugjöldum bíla árin 2021 og 2022.

Lækkunin er á þá leið að skráð losun koltvísýrings verður lækkuð um 30% áður en til álagningar vörugjalds kemur – þ.e. greidd verða vörugjöld líkt og koltvísýringsútblástur sé 30% minni en hann er í raun. Getur afslátturinn að hámarki numið 400.000 krónum af hverjum bíl.

Þá er hann háður þeim skilyrðum að tiltekið hlutall nýskráðra bíla hjá fyrirtæki, 15% árið 2021 og 25% árið 2022, séu vistvænir, þ.e. rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbílar. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að með þessu sé bílaleigum gert auðveldara fyrir að endurnýja bílaflota sinn með skynsamlegum hætti. Endurnýjun flotans snúist um umferðaröryggi auk þess sem nýir bílar, þótt bensínbílar séu, séu jafnan umhverfisvænni en eldri.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, fagnar breytingartillögunni enda höfðu samtökin viðrað svipaðar hugmyndir í umsögn sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert