Bræðurnir neituðu báðir sök

Ágúst Arn­ar Ágústs­son (t.v.) ásamt lögmanni sínum á leið í …
Ágúst Arn­ar Ágústs­son (t.v.) ásamt lögmanni sínum á leið í dómsalinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bræðurn­ir Ágúst Arn­ar Ágústs­son og Ein­ar Ágústs­son, sem ákærðir hafa verið fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við starfsemi félagsins Zuism trúfélag, neituðu báðir sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag.

Enn fremur sögðu lögmenn bræðranna ákæru í málinu svo óskýra að ekki sé hægt að taka hana til efnislegrar meðferðar og því ekki hægt að halda uppi eðlilegum vörnum. Þar væri meðal annars ekkert fjallað um í hverju meint blekking bræðrana felist.

Lögmenn bræðranna munu gera kröfu um frávísun og verður tekist á um hana í Héraðsdómi Reykjavíkur 15. febrúar.

Í ákæru máls­ins kem­ur fram að auk þeirra bræðra höfði embættið málið gegn Zuism trú­fé­lagi og einka­hluta­fé­lag­inu EAF, sem Ein­ar er skráður fyr­ir og banda­ríska fé­lag­inu Threescore LLC, sem er skráð í Delaware, en Ein­ar er skráður fyr­ir­svarsmaður fé­lags­ins.

Einar Ágústsson mætir í dómsalinn.
Einar Ágústsson mætir í dómsalinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eru bræðurnir sagðir hafa „styrkt og hag­nýtt sér þá röngu hug­mynd starfs­manna ís­lenskra stjórn­valda að trú­fé­lagið Zuism upp­fyllti skil­yrði fyr­ir skrán­ingu trú­fé­lags sam­kvæmt lög­um nr. 108/​1999, um skráð trú­fé­lög og lífs­skoðun­ar­fé­lög“.

Með þessu hafi þeir fengið greidd­ar 84,7 millj­ón­ir úr rík­is­sjóði í formi sókn­ar­gjalda, en fjármunirnir voru meðal annars notaðir í eigin þágu þeirra, til vöru- og þjón­ustu­kaupa, svo sem hjá veit­inga­hús­um, áfeng­is­versl­un­um, eldsneyt­is­stöðvum, mat­vöru­versl­un­um og fjar­skipta­fyr­ir­tækj­um svo og vegna ferðakostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert