Hefja gjaldtöku á bílastæði við Reykjadal

Reykjadalur við Hveragerði.
Reykjadalur við Hveragerði. mbl.is/Árni Sæberg

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að hefja gjaldtöku á bílastæði á Árhólmum rétt hjá gönguleið inn í Reykjadal. Fyrirhugað er að nýta fjármuni sem safnast til uppbyggingar á svæðinu. Gjaldtakan hefst um leið og þjónustuhús og salernisaðstaða við bílastæðið verða tilbúin.

Þá samþykkti bæjarstjórn einnig að fela Öryggismiðstöðinni verkið og að undirbúningur hefjist þegar í stað, eins og fram kemur í fundargerð. Tillögur um fyrirkomulag gjaldtökunnar verður lagt fyrir bæjarráð í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert