Er svarið takmörk á þungaflutninga?

Ástandið sem myndaðist á þjóðveginum í gær þar sem fjöldi ökumanna lentu í hættulegum aðstæðum vegna blæðinga í slitlagi er ekki boðlegt. Vakta þarf betur ástand vega og jafnvel að takmarka þungaflutninga ef aðstæður kalla á það. Þetta segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

 „Ábyrgð vegahaldarans er mjög mikil,“ segir Runólfur og bætir við að lesa hefði mátt úr svörum Vegagerðarinnar í dag að þungaflutningar hefðu mögulega haft áhrif á að slitlagið skemmdist með þessum hætti. Því hljóti að vera til skoðunar að takmarka þungaflutninga á meðan aðstæður eru taldar auka hættu á blæðingum af þessu tagi. 

Töluvert hefur borist af fyrirspurnum til FÍB um hvort óhætt sé að aka um kaflann sem er á milli Borg­ar­ness að Öxna­dals­heiði. Runólfur segir ekkert skýrt svar sé til við þeirri spurningu á þessum tímapunkti og óskar eftir betri upplýsingagjöf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert