Rósa Björk gengur til liðs við Samfylkinguna

Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur gengið til liðs við Samfylkinguna.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur gengið til liðs við Samfylkinguna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður hefur gengið til liðs við Samfylkinguna, en hún hafði sagt sig úr Vinstri grænum í september og verið óháður þingmaður síðustu mánuði, en Rósa var kjörin á þing fyrir Vinstri græna í síðustu kosningum.

Í tilkynningu frá Rósu kemur fram að pólitískar áherslur hennar og Samfylkingarinnar séu nátengdar, þar á meðal með áherslu á „aukinn jöfnuð í samfélaginu þar sem allir geta notið sín á eigin forsendum, burtséð frá stétt eða stöðu en líka á frið og sjálfbærni og opið, framsækið og fjölbreytt samfélag með áherslu á virka fjölþætta utanríkisstefnu“.

Segir hún að aukin áhersla Samfylkingarinnar á loftslagsmál og umhverfismál og áætlun um græna viðspyrnu út úr Covid-19-kreppunni hafi gert útslagið við að taka þessa ákvörðun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert