49 gefa kost á sér hjá Samfylkingunni

Framboðskönnun Samfylkingarinnar í Reykjavík fer nú fram.
Framboðskönnun Samfylkingarinnar í Reykjavík fer nú fram. Haraldur Jónasson/Hari

49 gefa kost á sér í framboðskönnun Samfylkingarinnar í Reykjavík sem hefst í dag, 17. desember, kl. 17:00 og lýkur kl. 17:00 á sunnudag, 21. desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fulltrúaráði Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Meðal þeirra sem bjóða sig fram eru: 

Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður pírata,

Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi,

Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar,

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem er nýgengin í þingflokk Samfylkingarinnar, 

Stefán Ólafsson, prófessor við HÍ,

Listann má finna í heild sinni hér

„Þeir sem gefa kost á sér eru fjölbreytilegur hópur karla og kvenna á ýmsum aldri með allrahanda bakgrunn, menntun og reynslu, flest með mikla reynslu af ýmiss konar félags- og stjórnmálastarfi,“ segir í tilkynningu frá fulltrúaráðinu.

Eftir að framboðskönnuninni lýkur tekur uppstillingarnefnd flokksins í höfuðborginni við. Niðurstöður könnunarinnar eru einungis til hliðsjónar. Frambjóðendum verður skipt upp í flokka og mun uppstillingarnefnd stilla upp innan hvers flokks.

„Að lokum verða tillögur nefndarinnar bornar undir allsherjarfund Samfylkingarfólks í borginni og er reiknað með að hann verði haldinn í febrúar,“ kemur fram í tilkynningunni.

181 tilnefndur

Hver flokksfélagi mátti tilnefna 5–10 vænlega frambjóðendur og sendi alls 261 flokksmaður inn tilnefningar um alls 181 frambjóðanda. Haft var samband við alla þá sem tilnefndir voru og gáfu 49 kost á sér samkvæmt tilkynnigu fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert