Leikfélag Reykjavíkur sýknað í Landsrétti

Borgarleikhúsið er rekið af Leikfélagi Reykjavíkur ses.
Borgarleikhúsið er rekið af Leikfélagi Reykjavíkur ses. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leikfélag Reykjavíkur ses. og Kristín Eysteinsdóttir þáverandi leikhússtjóri Borgarleikhússins voru sýknuð af kröfum Atla Rafn Sigurðssonar leikara í Landsrétti í dag.

Leikfélagið var dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. október 2019 til að greiða Atla Rafni 5,5 millj­ón­ir króna í bæt­ur og eina millj­ón króna í máls­kostnað vegna máls sem hann höfðaði sök­um upp­sagn­ar hans hjá leik­fé­lag­inu.

Uppsögn rúmaðist innan laga

Ekki þótti sýnt fram á að orð Kristínar í fjölmiðlum í kjölfar fréttaflutnings af uppsögn Atla hafi falið í sér meingerð gegn Atla. Þannig þótti ósanna að LR ses. og Kristín hafi stuðlað að umfjöllun sem uppsögnin hlaut í fjölmiðlum. 

Þá féllst Landsréttur á að uppsögnin hafi rúmast innan þerrar heimilda stjórnendur leikhússins höfðu samkvæmt ráðningar- og kjarasamningi.

Ekki var fallist á málflutning Atla Rafns um að skilyrði uppsagnar hans væri að meðferð málsins væri samkvæmt reglugerð 1009/2015, með stoð í lögum 46/1980 eða eftir handbók leikhússins.

Vaxtarkröfum Atla var vísað frá Landsrétti.

Hver málsaðili ber eigin kostnað að rekstri málsins í fyrir Landsrétti og málskostnaður fellur niður í héraði og í Landsrétti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert