Tjón og þrif gætu kostað tugi milljóna

Þrífa þarf fjölda bíla á kostnað Vegagerðarinnar.
Þrífa þarf fjölda bíla á kostnað Vegagerðarinnar. Ljósmynd/Marín Guðrún Hrafnsdóttir

Ekki varð vart við bikblæðingar á hringveginum um Vestur- og Norðurland í gær og virðast blæðingar hættar. Vegagerðin hafði síðdegis í gær fengið 59 tilkynningar um tjón á ökutækjum vegna blæðinganna og þar fyrir utan eru þrif á bílum sem ekki hafa skemmst.

Áætla má að kostnaður við þrif og viðgerðir nemi tugum milljóna króna. Tjón varð á fjórtán flutningabílum Vörumiðlunar á Sauðárkróki, að sögn Magnúsar Einars Svavarssonar framkvæmdastjóra, og jafnmörgum aftanívögnum.

Mesta tjónið varð á þeim bílum sem óku suður á sunnudagskvöldið og til baka á mánudaginn en minna á þeim sem fóru um vegina eftir það. Magnús segir að eftir sé að meta tjónið. Verið er að hefja þrif á bílunum en það er gert á verkstæðum sem Vegagerðin samþykkir. Áætlar Magnús að tjónið nemi milljónum. Nefnir hann sem dæmi að það kosti 250 til 300 þúsund að þrífa hvern flutningabíl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert