Skjálfti að stærð 3,9 reið yfir við Bárðarbungu á tólfta tímanum í dag.
Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar varð skjálftinn klukkan 11:37 á 1,7 km dýpi og var staðsetning hans 5 km suðsuðaustur af Bárðarbungu.
Tveir aðrir skjálftar urðu á svipuðum tíma. Tíu sekúndum áður varð skjálfti að stærð 2,8 og tveimur mínútum síðar lítill skjálfti að stærð 0,8.