Skólameistarinn kom með skírteinin

Frá vinstri: Hildur Ingvarsdóttir, Pétur Lúðvík Marteinsson og Atli Erlingsson.
Frá vinstri: Hildur Ingvarsdóttir, Pétur Lúðvík Marteinsson og Atli Erlingsson. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson

„Þetta var skemmtilegt og gaman að koma til nemenda, sem tóku prúðbúnir á móti pappírum,“ segir Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans.

Hildur, ásamt um 30 manns úr starfsliði skólans, heimsótti í gær um 150 nemendur skólans sem voru að brautskrást og afhenti þeim prófskírteini sín ásamt gjöfum frá skólanum. Útskriftarnemendur voru alls um 270.

Pétur Lúðvík Marteinsson, sem útskrifaðist úr húsasmíði, hlaut verðlaun fyrir bestan heildarnámsárangur í skólanum. Hann var meðal þeirra sem skólameistarinn heimsótti. Með í för var Atli Erlingsson kennari í húsasmíði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert