11 greindust með breska afbrigðið

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Almannavarnir

11 greindust með svokallað breskt afbrigði af Covid-19 á landamærunum skömmu fyrir jól. Fólkið var að koma frá Bretlandi, nema einn sem kom til landsins frá Danmörku.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna.

Hann sagði enn fremur að alls hefðu 13 greinst með breska afbrigðið hér og það er heldur meira en í mörgum öðrum löndum.

Rann­sókn­ir sýna að af­brigðið geti verið allt að 70% meira smit­andi en fyrri af­brigði veirunn­ar.

Þórólfur benti á að öll smit hér á landi væru raðgreind og það gæti skýrt fjöldann.

Alma Möller landlæknir sagði að svo virtist sem breska afbrigðið hefði óvenju margar stökkbreytingar. 

Ekki er vitað hvort það hafi áhrif á bóluefni en forstjóri Biotech hefur sagt að ef svo illa vilji til að bólusetningin virki ekki á afbrigðið taki sex vikur að búa til ný bóluefni gegn afbrigðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert