Stefnir í baráttu um annað sæti

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, var í 2.sæti …
Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, var í 2.sæti á lista Framsókarflokksins í síðustu Alþingiskosningum. Ljósmynd/Framsókn.is

Útlit er fyrir harða baráttu um annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í næstu Alþingiskosningum. Í gær tilkynntu Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður, og Stefán Vagn Stefánsson, varaþingmaður, að þau muni bæði sækjast eftir öðru sæti á listanum.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Í efsta sæti listans er að öllum líkindum Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Þá er hafa nokkrir aðilar boðið sig fram til setu í sætum þrjú til fimm á lista flokksins í kjördæminu. 

Ljóst er að áhugaverð barátta er fram undan innan Framsóknarflokksins. Valið verður á listann í póstkosningu sem fer fram frá 1. febrúar til 26. febrúar á næsta ári.

Feykir sagði fyrst frá.

Stefán Vagn Stefánsson.
Stefán Vagn Stefánsson. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert