Þorleifur fékk sögulega sprautu

Það var Þorleifur Hauksson, heimilismaður hjúkrunarheimilisins Seljahlíðar í Breiðholti, sem fékk fyrstu bólusetningarsprautuna við kórónuveirunni sem gefin var öldruðum einstaklingi á dvalarheimili í morgun. Það var ekki vont að hans sögn og nú sér heimilisfólk fram á betri tíð með minni einangrun.

Hjúkrunafræðingurinn Brigitte Einarsson gaf sprautuna sögulegu á meðan Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, fylgdust með.

mbl.is var á staðnum og fylgdist með þessum vatnaskilum í baráttunni við veiruna illvígu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert