Óbreytt rýmingarsvæði á Seyðisfirði

Seyðisfjörður.
Seyðisfjörður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óbreytt rýmingarsvæði verður í gildi á Seyðisfirði fram yfir áramót. Áfram verður í gildi hættustig almannavarna. 

Fram kemur í tilkynningu frá almannavarnadeild að sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafi lagt mat á hættu á skriðuföllum á núgildandi rýmingarsvæði. Ekki hefur orðið vart við neinar hreyfingar á jarðvegi frá því fyrir jól og eru aðstæður metnar stöðugar eins og er, á meðan kalt er í veðri og ekki rignir. 

Í hlýindaköflum og rigningartíð er líklegt að svæðið verði óstöðugt og þyrfti þá að grípa til rýmingar í varúðarskyni. 

Aðgengi að mörgum húsanna er erfitt og ljóst að mikið hreinsunarstarf þarf að vinna áður en almenn umferð verður heimiluð um svæðið. Að því sögðu hefur lögreglustjórinn á Austurlandi ákveðið að halda áfram óbreyttri rýmingu í gildi fram yfir áramót, hið minnsta. Hlé verður á hreinsunarstarfi yfir áramótin og hefst að nýju 2. Janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert