Samtakamátturinn einkenndi viðbrögðin

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samtakamáttur hefur verið einkennandi í viðbrögðum Íslendinga við heimsfaraldri kórónuveirunnar, segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í áramótagrein í Morgunblaðinu í dag.

„Og nú við lok árs er það einmitt þetta sem stendur upp úr. Æðruleysið og krafturinn í samfélaginu öllu þegar náttúruhamfarir og heimsfaraldur reyna á styrk okkar og þolgæði,“ segir Bjarni einnig. 

„Þessi þjóð hefur áður brotist út úr erfiðum aðstæðum og staðið sterkari á eftir. Sama verður upp á teningnum nú. Samfélag okkar byggist á því fólki sem hér býr. Fólki sem hefur með dugnaði, sköpunargleði og þrautseigju gert afskekkta eldfjallaeyju í norðri að einu mesta velferðarsamfélagi heims. Samfélagi sem vill að allir fái að nýta krafta sína og hafi hvata til að sækja fram á eigin verðleikum. Það eru þessir styrkleikar sem munu umfram annað koma okkur aftur á réttan kjöl.

Ísland er land tækifæranna. Með þeim dugnaði, framtakssemi og óbilandi trú á framtíð lands og þjóðar sem lagði grunn að þeirri stöðu getum við gert næsta ár að ári tækifæranna. Í lífi hvers og eins og um leið heillar þjóðar," segir Bjarni Benediktsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert