Skýrir valkostir blasa við

Logi Einarsson.
Logi Einarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í áramótagrein í Morgunblaðinu í dag, þegar þegar dragi að kosningum á næsta ári muni smám saman blasa skýrir valkostir við.

„Auðvitað skiptir það ekki mestu máli sem er búið og gert heldur hljóta verkefnin framundan að eiga hug okkar allan. Og þau eru ærin. Vinstri grænum og Framsóknarfólki er vorkunn að standa frammi fyrir svo brýnum úrlausnarefnum með óábyrgum samstarfsflokki í ríkisstjórn sem skilur ekki gildi samstöðu, samábyrgðar og samhjálpar. Þá mættu þau hafa hugfast að aðrir valkostir eru í boði við stjórn landsins,“ segir Logi í grein sinni.

„Almenningur getur brátt valið um það hvort hér verði mynduð græn félagshyggjustjórn sem reisir Ísland við úr veirukreppunni á forsendum jafnaðarstefnunnar: þar sem við byggjum á félagslegu réttlæti, ábyrgri hagstjórn og heilbrigðum vinnumarkaði og ráðumst um leið í græna uppbyggingu um land allt. Forsendan fyrir slíkri stjórn er sterk Samfylking,“ segir Logi ennfremur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »