Þurfum að endurreisa efnahag heillar þjóðar

Inga Sæland.
Inga Sæland. mbl.is/Kristinn Magnússon

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir í áramótagrein í Morgunblaðinu í dag, að þegar sigurfáninn í baráttunni gegn kórónuveirunni verði dreginn að húni á nýju ári taki við nýjar áskoranir. „Við þurfum að reisa við efnahag heillar þjóðar. Það munum við gera öll sem eitt," segir Inga.

Hún segir verkefni stjórnmálanna á nýju ári liggi augljóslega í endurreisninni. „Okkur ber öllum skylda til þess að hjálpa þeim sem hafa orðið fyrir skakkaföllum í þeim hremmingum sem samfélagið okkar allra varð fyrir á árinu sem er að líða.“

Fram kemur í greininni, að dóttir hennar, sem er hjúkrunarfræðingur, sýktist af kórónuveirunni og barðist við óværuna vikum saman áður en Covid-teymið útskrifaði hana sem hún væri búin að ná bata.

„Hún var svo sem ekki lengur smitandi fyrir aðra, en eftirköstin eftir þessa útskrift voru vægast sagt ömurleg. Þar á meðal voru sótthitaköst, orkuleysi og andnauð við minnstu hreyfingu. Þarna gátu allir sem til þekktu, og þar með ég, séð að hvergi fór á milli mála að hér var engin venjuleg veiruflensa á ferð, þótt til séu þeir sem vilja halda öðru fram. Sem betur fer eru það þó mun fleiri sem viðurkennt hafa þá dauðans alvöru sem veiran ber með sér,“ segir Inga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »