Fjórtán sæmdir fálkaorðunni

Jón Atli Benediktsson ásamt forsetahjónunum á Bessastöðum.
Jón Atli Benediktsson ásamt forsetahjónunum á Bessastöðum. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon

Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 1. janúar, sæmdi forseti Íslands 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.

Þetta kemur fram í tilkynningu en athöfnin var öðruvísi en venjan er vegna sóttvarnareglna. 

Þeir sem hlutu fálkaorðuna voru eftirtaldir:

 • Bernd Ogrodnik brúðumeistari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til brúðuleikhúss og íslenskrar menningar
 • Björn Þór Ólafsson fyrrverandi íþróttakennari, Ólafsfirði, riddarakross fyrir framlag til skíðaíþrótta, félagsmála og menningarlífs í heimabyggð
 • Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur, Reykjanesbæ, riddarakross fyrir störf og fræðslu á sviðum talmeinafræði og táknmáls
 • Halldór Benóný Nellett skipherra, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir forystu á vettvangi landhelgisgæslu og björgunarstarfa
 • Helga Sif Friðjónsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, Kópavogi, riddarakross fyrir brautryðjandastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir fíkniefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa
 • Helgi Ólafsson rafvirkjameistari, Raufarhöfn, riddarakross fyrir framlag til atvinnulífs, lista og menningar í heimabyggð
 • Hrafnhildur Ragnarsdóttir fyrrverandi prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir rannsóknir og miðlun þekkingar um mál og málnotkun, málþroska barna og þróun læsis
 • Jón Atli Benediktsson rektor, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til alþjóðlegra vísinda og nýsköpunar á sviði fjarkönnunar og stafrænnar myndgreiningar og störf í þágu háskólamenntunar
 • Pétur H. Ármannsson arkitekt, Reykjavík, riddarakross fyrir rannsóknir á sögu byggingarlistar á Íslandi og miðlun þekkingar á því sviði
 • Pétur Guðfinnsson fyrrverandi útvarpsstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir forystustörf á vettvangi íslenskra fjölmiðla
 • Sigrún Árnadóttir þýðandi, Reykjavík, riddarakross fyrir þýðingarstörf og framlag til íslenskrar barnamenningar
 • Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar
 • Vanda Sigurgeirsdóttir lektor og fyrrverandi knattspyrnumaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til knattspyrnu kvenna og baráttu gegn einelti
 • Vilborg Ingólfsdóttir hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til hjúkrunar og heilbrigðisþjónustu á Íslandi og á alþjóðavettvangi
Sigrún Edda Björnsdóttir á Bessastöðum.
Sigrún Edda Björnsdóttir á Bessastöðum. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon
Sigrún Árnadóttir.
Sigrún Árnadóttir. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon
Pétur Guðfinnsson var á meðal þeirra sem hlutu orðu, og …
Pétur Guðfinnsson var á meðal þeirra sem hlutu orðu, og hér ásamt Stellu Soffíu Jóhannesdóttur og forsetahjónunum. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon
Pétur Ármannsson á Bessastöðum.
Pétur Ármannsson á Bessastöðum. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon
Bernd Ogrodnik á Bessastöðum.
Bernd Ogrodnik á Bessastöðum. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon
Helga Sif Friðjónsdóttir ásamt forsetahjónunum.
Helga Sif Friðjónsdóttir ásamt forsetahjónunum. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon
Halldór B Nellett.
Halldór B Nellett. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon
Vanda Sigurgeirsdóttir ásamt forsetahjónunum.
Vanda Sigurgeirsdóttir ásamt forsetahjónunum. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon
Vilborg Ingólfsdóttir.
Vilborg Ingólfsdóttir. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon
Bryndís Guðmundsdóttir.
Bryndís Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Aðsend
Helgi Ólafsson.
Helgi Ólafsson. Ljósmynd/Aðsend
Hrafnhildur Ragnarsdóttir.
Hrafnhildur Ragnarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend
Björn Þór Ólafsson hlaut fálkaorðuna. Hann átti ekki heimangengt og …
Björn Þór Ólafsson hlaut fálkaorðuna. Hann átti ekki heimangengt og gat því ekki verið viðstaddur afhendinguna á Bessastöðum. Ljósmynd/Einar Þór Bjarnason
mbl.is