Einkaþjálfun var ekki einka

mbl.is/Thinkstockphotos

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur gert fyrirtæki, sem bauð upp á rafræna einkaþjálfun, að greiða einstaklingi, sem keypti slíka þjónustu, helming greiðslunnar til baka, vegna þess að þjálfunin hafi ýmist ekki reynst einstaklingsmiðuð eða innt af hendi.

Fram kemur í úrskurði kærunefndarinnar, að af heimasíðu fyrirtækins verði ráðið, að í þeirri þjónustu, sem kærandinn keypti, felist m.a. afhending þjálfunaráætlunar sem sé sérsniðin að aðstæðum hvers og eins, leiðbeiningar við hverja æfingu, mat á líkamsástandi og mælingar, markmiðasetning, ráðleggingar um mataræði ásamt uppskriftum, vikulegt stöðumat og regluleg samskipti ásamt nokkru lesefni.

Kærandinn sagði æfingaáætlunina sem hann fékk ekki hafa verið einstaklingsmiðaða enda voru í henni æfingar sem kærandi hafði látið vita að hann gæti ekki gert vegna meiðsla. Þá hafi leiðbeiningarnar falist í sendingu á myndböndum á Youtube, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert