Eldur við Glerárskóla

Glerárskóli.
Glerárskóli. Af vef Glerárskóla

Eldur kviknaði í rusli við Glerárskóla á tólfta tímanum í gærkvöldi og er ekki hægt að halda uppi skólastarfi í dag vegna reyks sem fór inn í skólann. Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra var tilkynnt um eldinn um 23:30 og gekk greiðlega að slökkva eldinn og náði hann ekki inn í sjálfa bygginguna fyrir utan kjallara hússins. Aftur á móti þurfti að reykræsta skólann og því ekki hægt að kenna þar í dag. 

Upptök eldsins er fikt með flugelda en sá sem hafði verið að kveikja í flugeldum á skólalóðinni lét lögreglu vita en um óviljaverk var að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert