Horft út fyrir Evrópu

Gámar í Sundahöfn.
Gámar í Sundahöfn. mbl.is/Golli

Íslendingar þurfa að gæta að breyttu umhverfi heimsviðskipta, bæði hvað varðar viðskipti með vörur og þjónustu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins um utanríkisviðskiptastefnu Íslands, sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti í gær.

„Skýrslan dregur fram mikilvægi frjálsra viðskipta fyrir okkur Íslendinga. Hagsæld okkar byggist að miklu leyti á fríverslunarstefnunni enda góð pólitísk sátt um hana,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Morgunblaðið. Hann bendir á að það sé ekki sjálfgefið. „Við erum með 90% tollfrelsi meðan Evrópusambandið er með um 26% tollfrelsi þegar litið er til tollnúmera. Það skiptir máli fyrir okkur hér, en er líka gott að hafa í huga fyrir þá sem vilja ganga í Evrópusambandið, því þá myndi vöruverð í landinu hækka með áhrifum á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja.“

Fram kemur í skýrslunni að þróun heimsviðskipta beri það með sér að hefðbundnir markaðir Íslendinga séu hlutfallslega að dragast saman í heimsviðskiptun, en á nýjum og fjarlægari mörkuðum eru einnig að verða miklar lýðfræðilegar breytingar, sem felast ekki síst í ört vaxandi miðstétt. „Okkar hefðbundnu markaðir eru mjög mikilvægir og verða það áfram. Þeir eru hins vegar ekki að stækka,“ segir Guðlaugur Þór. „Vöxturinn er fjær okkur, einkum í Asíu. Menn sjá það bara að Evrópubúar voru um fjórðungur mannkyns í kringum 1900. Nú eru þeir um 5%.“

Í skýrslunni má finna á einum stað helstu upplýsingar um stöðu utanríkisviðskiptanna og helstu horfur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert