Meiri hafís nú en allra síðustu ár

Meiri hafís er nú nálægt landinu en undanfarin ár.
Meiri hafís er nú nálægt landinu en undanfarin ár. mbl.is/Golli

Hafísinn var í gær aðeins 23 sjómílur (42,6 km) norður af Hornströndum. Heldur meiri hafís er nú á milli Íslands og Grænlands en verið hefur allra síðustu ár á þessum árstíma, að sögn Ingibjargar Jónsdóttur, dósents í landfræði við HÍ.

„Það er komin ístunga austur á 22° vestur. Ísinn mun ábyggilega koma eitthvað nær en hvort hann verður til vandræða er spurning,“ sagði Ingibjörg. Í dag á vindur að snúast til norðaustanáttar og líklegt að ísinn sópist til vesturs.

„Mér finnst ekki ólíklegt að hafísinn verði þarna á þvælingi og myndi kunnuglega hafístungu. Við sjáum oft eina megintungu sem teygir sig austur úr meginísnum,“ sagði Ingibjörg. Gervihnattamyndir sem bárust síðustu daga sýndu að tungan var farin að þétta sig. Einnig var nýmyndun íss á svæðinu sem bendir til að þar sé kalt yfirborðslag að frjósa.

Birkir Bárðarson fiskifræðingur segir að rannsóknaskipið Árni Friðriksson hafi þurft frá að hverfa vegna hafíss við loðnuleit og mælingar úti af Vestfjörðum. Ekki var hægt að fara eftir leiðarlínum í Grænlandssundi og var það sama upp á teningnum í leiðangri fyrir mánuði síðan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert