Ríflega 200 milljarðar í mótvægisaðgerðir

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umfang beinna mótvægisaðgerða stjórnvalda í ríkisfjármálum vegna kórónuveirufaraldursins munu nema samtals um 200 milljörðum króna árin 2020 og 2021. Það gerir um 7% af vergri landsframleiðslu. Af þessum ríflega 200 milljörðum voru 103 milljörðum króna veitt í mótvægisaðgerðir bara á síðasta ári.

Þetta kemur fram í annarri skýrslu starfshóps á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem hópurinn skilaði í dag. Fyrri skýrslunni skilaði hópurinn í nóvember sl. 

Einnig kemur fram í skýrslunni að svo virðist sem framlög úr ríkissjóði hér á landi virðist hærri en á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt grafi sem finna má í skýrslunni nema framlög danskra stjórnvalda 6% af VLF, í Svíðþjóð og Noregi nema þau um 5% og í Finnlandi ekki nema rétt ríflega 2%. Þó má sjá á sama grafi að framlög til mótvægisaðgerða í Nýja-Sjálandi eru tæplega 20% af VLF. 

Graf/Stjórnarráðið
mbl.is