Uppselt í hlaupið á mettíma

Laugavegshlaupið er mjög vinsælt.
Laugavegshlaupið er mjög vinsælt. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Uppselt varð í Laugavegshlaupið 2021 á mettíma í morgun. Álagið á vefsíðu hlaupsins var mikið þegar opnaði fyrir skráninguna.  

Ekki verður boðið upp á skráningu á biðlista, að því er segir á vefnum.

Fyrirkomulagið er þannig að yfirbókað er í hlaupið því vitað er samkvæmt reynslu síðustu ára að hluti af skráðum þátttakendum þarf að hætta við. Gert er ráð fyrir því bæði í verði og skipulaginu.

Þeim sem ekki náðu að skrá sig í ár er bent á að Laugavegshlaupið 2022 fer fram laugardaginn 16. júlí og hefst skráning í janúar 2022.

Frá Laugavegshlaupinu.
Frá Laugavegshlaupinu. Ljósmynd/maraþon.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert