Lokað fyrir umferð vegna vonskuveðurs

Það er mikið óveður í Neskaupstað. Mynd úr safni.
Það er mikið óveður í Neskaupstað. Mynd úr safni. Mynd/Sigurður Aðalsteinsson

Vestanverðum Neskaupstað hefur verið lokað fyrir umferð vegna vonskuveðurs en vindhraði í Oddskarði, rétt vestan við bæinn, fer í 49 m/s í hviðum samkvæmt vef Vegagerðarinnar.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi kemur fram að vestanverður bærinn er talinn hættusvæði vegna fjúkandi þakplatna.

Allt hafnarsvæðið er lokað fyrir umferð vegna fjúkandi þakplatna. Norðfjarðarvegi og Naustahvammi hefur einnig verið lokað fyrir umferð vegna fjúkandi þakplatna, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert