Tveimur bjargað úr vök á Hafravatni

Slökkviliðsmenn við vinnu.
Slökkviliðsmenn við vinnu. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag farið í tvö útköll til að bjarga fólki sem féll niður um vök í Hafravatni. Þetta kemur fram á Facebook-síðu slökkviliðsins.

Í tilkynningu frá lögreglu er fólk varað við því að fara út á ís á höfuðborgarsvæðinu þar sem ís sé víða ótraustur.

mbl.is