Fari ekki utan að nauðsynjalausu

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sóttvarnalæknir mælist til þess að Íslendingar fari ekki í ferðalög erlendis að nauðsynjalausu. Þórólfur Guðnason segir faraldurinn í miklum uppgangi í löndunum í kring um okkur og að hætta sé á að Íslendingar smitist og/eða beri smit heim.

Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna.

Þá sagði Þórólfur að von væri á 1.200 bóluefnisskömmtum frá Moderna á morgun, sem færu í að klára að bólusetja framlínufólk, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, sem færi síðan í seinni bólusetningu að fjórum vikum liðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert