Göngufólk fari varlega á fjöllum

Haraldur Örn Ólafsson á Mont Blanc.
Haraldur Örn Ólafsson á Mont Blanc.

Hálka er vaxandi vandamál fyrir göngumenn sem ganga á lágu fjöllin í grennd við Reykjavík, svo sem Esjuna og Móskarðshnjúka, að sögn Haraldar Arnar Ólafssonar, formanns Fjallafélagsins.

Að minnsta kosti þrír slösuðust á þessum svæðum í gær og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að flytja hina slösuðu á sjúkrahús. Hálkuslys á fjalllendi eru algeng hér á landi og kalla á sérstakan búnað, segir Haraldur.

„Það geta verið miklir klakabunkar á fjöllunum og það getur verið varasamt, við höfum séð mörg slys. Hálkuslysin eru algengustu slysin á þessum fjöllum í kringum Reykjavík,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert