Nú aðeins 50-74 ára í skimun

Ljósmynd/Krabbameinsfélagið

Frá og með liðnum áramótum eru skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbameini ekki í höndum Krabbameinsfélagsins heldur á forræði hins opinbera. Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri munu annast skimanirnar.

Þá verða konur á aldrinum 40-69 ára ekki lengur boðaðar í skimun heldur konur á aldrinum 50-74 ára. Í ljósi þessa hafa bæði Krabbameinsfélagið og Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra, lagt fram athugasemdir.

Elín Sandra Skúladóttir formaður Krafts segir í Morgunblaðinu í dag, að forsvarsmenn félagsins hafi áhyggjur af þeim konum sem ekki lengur verða boðaðar í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Hún segir að yngri konur fái gjarnan verra krabbamein og séu með minni lífslíkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »