Sköpum skipti að takmarka komu ferðamanna

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Almannavarnir

Tvöföld skimun á landamærum hefur skipt sköpum í hindrun útbreiðslu kórónuveirunnar hérlendis. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundi almannavarna í dag, spurður um gagnrýni á aðgerðirnar.

Sagði Þórólfur að einungis þurfi að horfa til landa eins og Danmerkur og Bretlands, þar sem stjórnvöld hafa misst tökin á faraldrinum og reyna nú að takmarka komu ferðamanna í tilraun til að halda honum í skefjum.

Í Bretlandi fara yfirvöld nú fram á að allir þeir sem komi inn til landsins framvísi neikvæðri niðurstöðu úr skimun sem ekki má vera eldri en 72 klukkustunda gömul. Danir ganga enn lengra og krefjast niðurstöðu sem ekki má vera sólarhringsgömul.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert