Styttur bæjarins fagna rísandi sólu

Styttur bæjarinsfagna rísandi sólu
Styttur bæjarinsfagna rísandi sólu mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Sólin minnti á sig í vetrardýrðinni sem ríkti í höfuðborginni í gær. Fimbulkuldi og logn í bland við glitrandi sólskinið sköpuðu kjöraðstæður fyrir útiveru.

Ljósmyndari Morgunblaðsins festi á filmu í gær þegar styttur í Öskjuhlíðinni virtust fagna því að sólin fer nú hækkandi á lofti og daginn tekur óðum að lengja.

Það gera margir landsmenn eflaust líka nú þegar jólahátíðin er yfirstaðin og biðin eftir vorinu tekur við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert