Útflutningur í biðstöðu eftir að aflífa þurfti hross

Ekki verður tekið á móti fleiri hrossum frá Íslandi á …
Ekki verður tekið á móti fleiri hrossum frá Íslandi á flugvellinum fyrr en farið hefur verið yfir alla verkferla og úrbætur gerðar. mbl.is/Þorgeir

Allt flug með hross frá Íslandi til Liege í Belgíu hefur verið stöðvað vegna slyss sem varð þar ytra fyrir jól. Samkvæmt Hestafréttum var verklagsreglum ekki fylgt við affermingu flugvélar og flutning hrossanna í hesthús, með þeim afleiðingum að hross slösuðust og varð að aflífa tvö þeirra í kjölfarið.

Ekki verður tekið á móti fleiri hrossum frá Íslandi á flugvellinum fyrr en farið hefur verið yfir alla verkferla og úrbætur gerðar, að sögn Mikaels Tals Grétarssonar hjá Icelandair.

Í frétt Hestafrétta segir að mjög áríðandi sé fyrir íslenska hestaeigendur og erlenda kaupendur að þessi stöðvun á útflutningi vari ekki lengi, enda hafi flugstöðin í Liege verið sú mikilvægasta fyrir móttöku á hrossum undanfarin ár, þaðan sem hrossum hefur svo verið dreift til nánast allra landa Evrópu og jafnvel til annarra heimsálfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert