Fæðingum fjölgaði á Landspítala á erfiðu ári

„Þetta er örlítil fjölgun en það eru alltaf sveiflur í þessum tölum,“ segir Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans.

Á liðnu ári fjölgaði fæðingum á Landspítalanum um 2,7% frá 2019. Fæðingar á Landspítala voru alls 3.292 árið 2020 en fædd börn voru 3.341. Á síðasta ári voru framkvæmdir 593 keisaraskurðir á spítalanum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Anna Sigríður að kórónuveiran hafi vitanlega sett strik í reikninginn við starfsemi á fæðingarvaktinni. „Það var aðallega erfitt fyrir konurnar að geta ekki haft stuðningsaðila hjá sér í eins langan tíma og venjulega. Þetta var þó ásættanlegt fyrir langflesta.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert