Skúli í Subway sýknaður

Skúli Gunnar Sigfússon var sýknaður af ákæru héraðssaksóknara.
Skúli Gunnar Sigfússon var sýknaður af ákæru héraðssaksóknara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skúli Gunnar Sigfússon, sem gjarnan er kenndur við skyndibitastaðinn Subway, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum ákæruliðum í máli sem héraðssaksóknari höfðaði gegn honum fyrir meint skilasvik.

„Ég er auðvitað mjög sáttur með þessa niðurstöðu. Þetta er bara sigur,“ sagði Skúli í samtali við mbl.is. Hann og lögmaður hans segjast ætla að skoða dóminn betur áður en þeir tjá sig frekar um málið.

Ásamt honum voru þeir Guðmund­ur Hjalta­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sjö­stjörn­unn­ar og Guðmund­ur Sig­urðsson, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Stjörn­unn­ar ákærðir og voru þeir einnig sýknaðir af öllum ákæruliðum í dag.

Snerist ákæran um tvær milli­færsl­ur og eitt framsal á kröfu sem áttu sér stað frá janú­ar 2016 fram til ág­úst sama ár, en gerð var krafa um gjaldþrota­skipti 9. maí 2016 og úr­sk­urðað um gjaldþrota­skipti 7. sept­em­ber sama ár. Seg­ir í ákær­unni, sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um, að milli­færsl­urn­ar hafi verið til þess falln­ar að rýra efna­hag fé­lags­ins og voru ákærðu því sakaðir um skilasvik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert