905 umsóknir vegna fjárhagsvanda

Margir leituðu til umboðsmanns vegna fjárhagsvanda í fyrra.
Margir leituðu til umboðsmanns vegna fjárhagsvanda í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umboðsmanni skuldara bárust í fyrra samtals 905 umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda.

Umboðsmaður hefur birt yfirlit yfir umsóknirnar í fyrra og kemur þar fram að umsóknum fækkaði á seinustu mánuðum ársins og voru fæstar í einum mánuði í desember sl. þegar 43 umsóknir bárust. Til samanburðar voru umsóknir 53 í desember 2019.

Fjöldi umsókna um fjárhagsaðstoð er mjög mismunandi eftir mánuðum. Í janúar í fyrra bárust 118 umsóknir og í júní bárust embættinu 100 umsóknir og 92 í september.

Mikill meirihluti umsækjenda bjó í leiguhúsnæði, 577 manns. 50 voru húsnæðislausir og 92 bjuggu í foreldrahúsum.

Stór hluti umsókna um fjárhagsaðstoð, eða 258, kom frá atvinnulausum einstaklingum, en stærsti hópurinn eða 352 voru örorku- og lífeyrisþegar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert