Drengurinn fundinn sem leitað var að

Lögreglan á Suðurnesjum leitaði drengs fyrr í kvöld, sem fæddur er árið 2006.

Lögregla sagði mjög mikilvægt að hann fyndist sem fyrst og biðlaði til allra sem upplýsingar gátu veitt að hringja beint í síma 112 eða senda skilaboð gegnum Facebook.

Innan við klukkustund síðar fannst drengurinn, heill á húfi.

mbl.is