Hátíðarnar komnar á haugana

Starfsmenn Kópavogsbæjar hirða jólatrén.
Starfsmenn Kópavogsbæjar hirða jólatrén. mbl.is/Árni Sæberg

Starfsmenn Kópavogsbæjar hirtu síðustu jólatrén af götum bæjarins í gær og má þá segja að ummerki hátíðanna, utan nokkurra jólaljósa til að lýsa upp skammdegið, séu horfin.

Auk þess að koma á haugana jólatrjám, sem staðið höfðu á heimilum bæjarbúa í nokkrar vikur, hirtu bæjarstarfsmenn flugeldaleifar og komu þeim á Sorpu.

Tæpt ár er nú þar til næsti árgangur jólatrjáa verður höggvinn niður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert