Hefur verið ósanngjarnt

Í gegn um tíðina hafa á bilinu 4-6 nemendur sem hafa lokið fyrstu önn í lögreglunámi verið með athyglisbrest, eða ADHD. Að henni lokinni hafa þeir farið í læknisskoðun þar sem lagt er mat á hvort lyfjanotkun vegna þess gæti hamlað þeim í starfi.

Þeir hafa því átt á hættu að vera útilokaðir frá náminu vegna lyfjagjafarinnar eftir að hafa eytt heilu ári í það og mögulega flutt til Akureyrar þar sem lögreglunámið fer fram.

Þessu hefur nú verið breytt þannig að þetta læknisfræðilega mat fer fram áður en námið hefst. Breyting sem er til mikilla hagsbóta fyrir fólk með ADHD að sögn Elínar H. Hinriksdóttur, formanns ADHD-samtakanna.

Mikla athygli vakti þegar Ólafía Norðfjörð gat ekki haldið áfram í starfsnámi innan lögreglunnar vegna notkunar sinnar á kvíðalyfinu Sertral.  

Í kjölfarið beitti Ásaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sér fyrir því að umgjörð lögreglunámsins yrði tekin til endurskoðunar og í ár verða breytingar sem gerðar voru í kjölfarið teknar í gagnið.  

Í myndskeiðinu er rætt við Elínu um þennan áfanga fyrir einstaklinga með ADHD.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert