Íslendingur vann 17,6 milljónir

Tveir hlutu annan vinning í Víkingalottóinu í kvöld og fær hvor um sig um 17,6 milljónir króna. Annar miðinn var keyptur á Íslandi og hinn í Noregi.

Enginn hreppti fyrsta vinning en í pottinum voru tæpar 900 milljónir króna.

Átta hér á landi voru með fjórar réttar jókertölur í réttri röð. Hver þeirra fær 100 þúsund krónur í vasann.

Vinningstölurnar: 3-14-35-44-45-47

Jókertölurnar: 6-2-1-3-3

Víkingatalan: 6

mbl.is