Litrík skrautsýning yfir Skjálfandaflóa

Norðurljós yfir Húsavík.
Norðurljós yfir Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Mikil ljósadýrð hefur verið yfir landinu síðustu kvöld svo aðdáun landans hefur vakið.

Mikið sjónarspil og litrík skrautsýning var yfir Skjálfandaflóa á mánudagskvöldið, eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var við sjóböðin á Höfðanum við Húsavík.

Heldur mun draga úr virkni norðurljósanna næstu daga, skv. spá Veðurstofunnar. Hins vegar fara kraftur og afl sólarinnar vaxandi þessi misserin, eftir ládeyðu síðustu árin, og því má í næstu framtíð vænta fleiri góðra sýninga í líkingu við þær sem landsmönnum hafa boðist að undanförnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert