Sex smit innanlands – þrír í sóttkví

Mynd úr safni frá Suðurlandsbraut þar sem sýnataka fer fram.
Mynd úr safni frá Suðurlandsbraut þar sem sýnataka fer fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Innanlands greindust sex með kórónuveiruna í gær. Þrír voru ekki í sóttkví af þeim sem greindust í gær. Nú eru 164 í einangrun með Covid-19 á Íslandi og fjölgaði þeim um 15 á milli daga. Aftur á móti fækkaði í sóttkví og eru þeir nú 242 talsins í stað 320 daginn áður. Þar munir mest um fækkun í sóttkví í Hveragerði og Ölfusi. Nú eru 2.037 í skimunarsóttkví.

Tíu smit greindust með virkt smit á landamærunum en tveir reyndust með mótefni. 14 bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Af þessum sem greindust með virkt smit voru sex í fyrri skimun en fjórir í seinni skimun. Á mánudag voru greind tíu smit við fyrri skimun á landamærunum en fimm voru með mótefni. 

Um 900 sýni voru tekin innanlands og svipaður fjöldi á landamærunum. Nú eru smit í öllum landshlutum en tvo smit eru skráð á Norðurlandi vestra eftir að talsvert langan tíma án smits. Um er að ræða smit sem greindust á landamærunum. Á höfuðborgarsvæðinu eru 112 smit. 

16 börn yngri en 18 ára eru með Covid-19 en líkt og venjulega eru smitin flest í aldurshópnum 18-29 ára eða 51. Næstu aldurshópar á eftir eru líkt og áður með mörg smit en á fertugsaldri eru 44 með Covid-19 og 24 á fimmtusaldri. 

mbl.is