Stærsta þurrgufa á Íslandi með sjávarútsýni

Stærsta þurrgufa á Íslandi verður með sjávarútsýni.
Stærsta þurrgufa á Íslandi verður með sjávarútsýni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hér er allt á fullu og gengur mjög vel. Framkvæmdir eru á áætlun og við stefnum á að opna í vor. Tímasetningin fer í raun eftir því hvernig ástandið í heiminum og hér verður þá. Við vonum það besta en gerum áætlanir fyrir að bregðast við hinu versta.“

Þetta segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon, sem nú er verið að reisa á Kársnesi í Kópavogi, í Morgunblaðinu í dag.

Framkvæmdin við baðlónið er sögð vera ein af þeim stærstu í ferðaþjónustu hér á landi síðustu ár. Áætlaður kostnaður er rúmlega fjórir milljarðar króna. Það er Nature Resort ehf. sem er uppbyggingaraðili verkefnisins en alþjóðlega fyrirtækið Pursuit verður rekstraraðili baðlónsins en það stendur einnig að baki Fly Over Iceland úti á Granda.

Útsýnið úr gufunni verður stórkostlegt.
Útsýnið úr gufunni verður stórkostlegt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Staðurinn á að vera fullkominn til slökunar í íslenskri náttúru sem umlykur gesti og gefa séríslenska upplifun. Mikill bergkantur vekur athygli vegfarenda á Kársnesi og segir Dagný að mikið hafi verið lagt í hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »