Vill selja Íslandsbanka

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist styðja áform um sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka. Hún segir tímasetninguna nú ekki skrýtnari en einhverja aðra og markmiðið „ekkert óskynsamlegra en það var þegar það var sett“.

Eins og áður hefur komið fram hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að undirbúningur verði hafinn að sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka.

„Þetta er auðvitað bara hluti af stjórnarsáttmálanum, að draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Þetta er í stjórnarsáttmálanum vegna þess að enginn þessara flokka [Sjálfstæðisflokks, Vinstri-grænna og Framsóknar] telur skynsamlegt að ríkið eigi jafn stóran hluta af fjármálakerfinu og raun ber vitni,“ segir Katrín.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir framsóknarmenn styðja söluferlið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert