23 milljarðar teknir út

Alls voru teknir út 23 milljarðar af séreignasparnaði landsmanna á tímabilinu apríl til desember sl. vegna sérstakrar heimildar í tengslum við kórónuveirufaraldurinn skv. upplýsingum skattsins í gær.

Á nýliðnu ári afgreiddi skatturinn alls um 42.600 beiðnir um endurgreiðslu virðisaukaskatts og námu endurgreiðslurnar samtals um 19 milljörðum króna. Beiðnum um endurgreiðslur virðisaukaskatts fjölgaði um 290% á síðasta ári. Alls námu endurgreiðslur virðisaukaskatts vegna bílaviðgerða 234 milljónum kr. í fyrra og 4,9 milljarðar voru endurgreiddir vegna endurbóta og viðhalds á íbúðarhúsnæði til eigin nota.

Búið er að greiða rúma 11,7 milljarða í stuðning vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti og tæplega 1.500 rekstraraðilar hafa fengið greidda lokunarstyrki upp á rúmlega 1,7 milljarða, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »