Elín Jónsdóttir ráðin forseti lagadeildar

Elín Jónsdóttir forseti lagadeildar við Háskólann á Bifröst.
Elín Jónsdóttir forseti lagadeildar við Háskólann á Bifröst. Ljósmynd/Háskólinn á Bifröst

Elín Jónsdóttir hefur verið ráðin deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Áður gegndi hún starfi umsjónarmanns laganáms skólans og vann þá að stefnumótun um laganámið. 

Elín er lögfræðingur frá Háskóla Íslands með LL.M. gráðu frá Duke háskóla í Bandaríkjunum og MBA gráðu frá Viðskiptaháskólanum í Stokkhólmi. Elín er einnig með próf í verðbréfaviðskiptum. 

Um störf Elínar segir í tilkynningu Háskólans á Bifröst:

Hún hefur starfað við lögfræði og stjórnun og hefur m.a. verið framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Íslandsbanka, forstjóri Bankasýslu ríkisins og framkvæmdastjóri verðbréfafyrirtækisins Arev. Þá hefur Elín viðamikla reynslu af stjórnarstörfum m.a. sem stjórnarformaður Tryggingarmiðstöðvarinnar, Regins fasteignafélags og Borgunar. Elín situr nú í stjórn Borgunar hf., Skeljungs hf., og Arnrúnar ses., sem er byggingarfélag Kvennaathvarfsins.

Tekin var ákvörðun í haust um að stofna að nýju sérstaka deild fyrir laganámið á Bifröst sem hefur verið hluti af félagsvísindadeild í nokkur ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert