Fjórir kærðir vegna slagsmála í Breiðholti

Ummerkin á vettvangi í gær.
Ummerkin á vettvangi í gær. Ljósmynd/Aoife O'Brien

Fjórir hafa verið kærðir af lögreglu vegna hópslagsmálanna sem brutust út fyrir utan Hólagarð í Breiðholti í gær og eignaspjalla sem þar urðu.

Fólkið sem um ræðir er bæði fullorðið og undir 18 ára, að sögn Gunnars Hilmarssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Enginn er í haldi lögreglu vegna málsins og enginn hefur verið yfirheyrður. Lögreglan er engu að síður með allar upplýsingar um þá sem tóku þátt í slagsmálunum, að sögn Gunnars. Þeir verða kallaðir síðar til skýrslutöku. 

Rúða brotnaði á veitingastað Pizzunnar í slagsmálunum en Gunnar hefur ekki upplýsingar um aldur þeirra sem tókust þar á. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert