Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, hefur fengið mótframboð í formannssætið. Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, greindi frá því á Facebook í gær að hún sæktist eftir að verða formaður og býður sig fram á móti sitjandi formanni.
Þórunn hefur áður tilkynnt um að hún sækist eftir endurkjöri. Formaður er kjörinn á aðalfundi BHM en dagsetning næsta aðalfundar liggur ekki fyrir. Samkvæmt samþykktum félagsins skal halda hann fyrir lok maímánaðar.
Maríanna segist í færslu sinni á Facebook hafa fulla trú á að hún nái að vinna með stuðningi þeirra sem til hennar þekkja.
Færslu Maríönnu má sjá hér: